Gæðastund með Michele Mancini!
Nú er loks komið að því að Michele Mancini mæti aftur. Í febrúar munum við saman vera með hinar sívinsælu ítölsku kvöldstundir að nýju, við mælum með að tryggja sér pláss sem fyrst þar sem fyrri dagsetningar hafa selst fljótt upp!
Á þessari ítölsku gæðakvöldstund verður farið í gegnum 8 rétti þar sem Michele Mancini kennir okkur öll helstu trixin í ítalskri matargerð. Með þessum ítölsku kræsingum drekkum við sérvalin ítölsk vín.
Um er að ræða eina ítalska kvöldstund sem hefst kl. 18:30 fyrir ofan verslun okkar í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar hér.