Innköllun á lasagne vegna aðskotahlutar

Kjötkompaní hefur innkallað vöru í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes vegna aðskotahlutar/tréflísar.

Innköllun á aðeins við um lasagne með best fyrir dagsetningu 18.05.2024.

Upplýsingar um vöruna
• Vörumerki: Kjötkompaní
• Vöruheiti: Lasagne
• Framleiðandi: Kjötkompaní
• Framleiðsluland: Ísland
• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Best fyrir 18.5.2024
• Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
• Dreifing: Krónan

Þeir neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í verslun Kjötkompaní.

Aðrar fréttir & greinar